Almenn umsókn

Starfsumhverfi
Landsbankinn leggur áherslu á að skapa skemmtilegan og áhugaverðan vinnustað þar sem tækjabúnaður og aðstaða er eins og best verður á kosið. Í bankanum er lögð mikil áhersla á að skapa starfsumhverfi með gagnkvæmum sveigjanleika þar sem þarfir fjölskyldu og starfs fara saman.

Starfsánægja
Góður starfsandi er lykilatriði í bankanum. Jákvætt viðhorf starfsfólks eykur starfs-ánægju og um leið gagnkvæma virðingu í öllum samskiptum innan og utan bankans.

Ráðningar
Landsbankinn leggur áherslu á að fá til liðs við sig öflugt og traust starfsfólk með fjölbreytilegan bakgrunn. Hverju sinni er tekið mið af reynslu, menntun, og hæfni umsækjenda til að takast á við starfið. Allir sem hefja störf hjá bankanum fá góðar móttökur og fræðslu um starfsemi bankans og markvissa starfsþjálfun.

Starfskjör
Lögð er áhersla á að laun og aðbúnaður séu samkeppnishæf og að hagsmunir starfsfólks og bankans fari saman. Einstaklingar eru metnir á eigin forsendum og ákvarðanir um starfskjör taka mið af frammistöðu, starfi og ábyrgð.

Starfsþróun og fræðsla
Landsbankinn leggur áherslu á að starfsfólk eflist og þróist í starfi. Bankinn styður við starfsfólk með öflugu fræðslustarfi og árlegum starfsmannasamtölum. Virk fræðslustefna miðar að því að starfsfólk efli hæfni sína og nýti hæfileika sína til fulls hverju sinni.

Hæfniskröfur eru m.a.

  • Frumkvæði, þjónustulund og metnaður
  • Markviss og sjálfstæð vinnubrögð
  • Færni í samskiptum og þægilegt viðmót

Sendið fyrirspurnir og/eða athugasemdir á radningarogradgjof@landsbankinn.is.

 

Deila starfi
 
  • Landsbankinn hf.
  • Austurstræti 11
  • 155 Reykjavík
  • Kt: 471008-0280